Hverjir byrja á móti Argentínu?

Landsliðið á sinni fyrstu æfingu í Gelendzhik í dag.
Landsliðið á sinni fyrstu æfingu í Gelendzhik í dag. Skapti Hallgrímsson

Það er ekki annað að heyra á Heimi Hallgrímssyni þjálfara íslenska landsliðsins í knattspyrnu en að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verði klár í slaginn í fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi sem er á móti Argentínu í Moskvu á laugardaginn.

Maður veltir því fyrir sér hvernig Heimir muni stilla upp liði sínu í leiknum gegn Lionel Messi og samherjum hans í argentínska landsliðinu sem stefnir á að vinna heimsmeistaratitilinn í þriðja sinn.

Það er líklegast að Heimir stilli upp í leikkerfið 4:5:1 í leiknum á móti Argentínu en hvaða 11 leikmenn byrja inná er ennþá spurningarmerki.

Byrjunarlið Íslands í leiknum á móti Argentínu gæti litið svona út:

Markvörður: Hannes Þór Halldórsson
Hægi bakvörður: Birkir Már Sævarsson
Miðverðir: Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason
Vinstri bakvörður: Hörður Björgvin Magnússon
Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason.
Kantmenn: Rúrik Gíslason og Jóhann Berg Guðmundsson.
Framherji: Jón Daði Böðvarsson.

Byrjunarliðið gæti líka litið svona út:

Markvörður: Hannes Þór Halldórsson
Hægi bakvörður: Birkir Már Sævarsson
Miðverðir: Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason
Vinstri bakvörður: Hörður Björgvin Magnússon
Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Emil Hallfreðsson.
Kantmenn: Jóhann Berg Guðmundsson og Birkir Bjarnason.
Framherji: Jón Daði Böðvarsson eða Björn Bergmann Sigurðarson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert