Margir horfðu á æfinguna - MYNDIR

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Mikill fjöldi fólks fylgdist með fyrstu æfingu íslensku landsliðsstrákanna í Rússlandi í morgun. Ungir sem aldnir komu sér vel fyrir í stúkunni við völlinn og sátu þar allan tímann, þrátt fyrir steikjandi hita. Sumir höfðu vit á að hafa mér skyggnishúfur og sólhlífar. Ekki veitti heldur af: Hitinn var líklega um 30 gráður í hádeginu og stafalogn, en æfingin hófst 11.30.

Gefið hafði verið í skyn að fólk gæti hitt leikmennina og fengið eiginhandaráritanir en vegna þess hve margir mættu á svæðið var horfið frá því, af öryggisástæðum. Nokkrir leikmanna gáfu sér þó góðan tíma eftir æfingu og skrifuð á treyjur, bolta og myndir sem áhorfendur í stúkunni köstuðu niður til þeirra. „Aron, please“ eða Sigurdsson“ og Alfreð“ var kallað úr stúkunni; íbúar heimabæjar Íslands þekktu greinilega sína menn í sjón.

Liðið hvorki býr né æfir í Gelendzhik, eins og alltaf hefur verið talað um, heldur í þorpinu Kabardinka sem er reyndar samfast áðurnefndri borg. Flugvöllurinn er í Gelendzhik en Kabardinka er eins konar Seltjarnarnes! Lítið og vinalegt samfélag við strönd. Utan heimamanna eru hér aðallega rússneskar fjölskyldur í fríi. 

mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Landsliðið í morgun, á fyrstu æfingunni eftir komuna til Rússlands.
Landsliðið í morgun, á fyrstu æfingunni eftir komuna til Rússlands. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari á æfingunni í dag.
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari á æfingunni í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Vind hreyfði ekki verulega við Svartahafið í dag. En flaggað …
Vind hreyfði ekki verulega við Svartahafið í dag. En flaggað var á æfingavellinum í tilefni dagsins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ræðir við íslenska fjölmiðlamenn meðan á …
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ræðir við íslenska fjölmiðlamenn meðan á fyrstu æfingunni stóð. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert