23 lið verðmætari en Ísland

Aron Einar Gunnarsson og félagar á æfingu í Kabardinka í …
Aron Einar Gunnarsson og félagar á æfingu í Kabardinka í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er það 24. verðmætasta af þeim 32 liðum sem leika í lokakeppni heimsmeistaramótsins í Rússlandi næstu vikurnar.

Það er rannsóknarteymið CIES Football Observatory sem hefur reiknað út verðgildi allra leikmanna á HM og liðanna í framhaldi af því.

Samkvæmt því er lið Frakklands verðmætast og kostar samtals 1.410 milljónir evra, með England og Brasiliu í öðru og þriðja sæti. Íslenska liðið er í 24. sæti, metið á 79 milljónir evra, en það er lið Panama sem rekur lestina og er talið kosta samtals aðeins 15 milljónir evra.

Dýrasti leikmaðurinn er metinn Englendingurinn Harry Kane sem er metinn á 201 milljón evra en á eftir honum koma Neymar frá Brasilíu á 196 milljónir, Kylian Mbappé frá Frakklandi á 187 milljónir og Lionel Messi frá Argentínu á 184 milljónir evra. Gylfi Þór Sigurðsson er metinn hæstur íslensku leikmannanna á 20 milljónir evra.

Röð þjóðanna er þessi:

1. Frakkland 1.410.000.000
2. England 1.386.000.000
3. Brasilía 1.269.000.000
4. Spánn 965.000.000
5. Argentína 925.000.000
6. Þýskaland 895.000.000
7. Belgía 835.000.000
8. Portúgal 656.000.000
9. Úrúgvæ 529.000.000
10. Króatía 416.000.000
11. Danmörk 342.000.000
12. Senegal 320.000.000
13. Serbía 305.000.000
14. Pólland 293.000.000
15. Kólumbía 279.000.000
16. Sviss 246.000.000
17. Egyptaland 232.000.000
18. Nígería 192.000.000
19. Mexíkó 153.000.000
20. Svíþjóð 152.000.000
21. Marokkó 138.000.000
22. Rússland 132.000.000
23. Suður-Kórea 123.000.000
24. ÍSLAND 79.000.000
25. Japan 61.000.000
26. Perú 59.000.000
27. Ástralía 58.000.000 
      Túnis 58.000.000
29. Kostaríka 49.000.000
30. Íran 40.000.000
31. Sádi-Arabía 21.000.000
32. Panama 15.000.000

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert