„Það kemur í ljós“

Guðni Bergsson og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.
Guðni Bergsson og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, eru komin til Moskvu. Þar sitja þau fund Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, en á miðvikudaginn fer fram kosning á því hvar heimsmeistaramótið árið 2026 fer fram.

Tvær umsóknir um keppnishaldið bárust. Önnur er frá Marokkó en Bandarík­in, Kan­ada og Mexí­kó sendu inn sam­eig­in­lega umsókn.

„Það kemur í ljós,“ sagði Guðni í samtali við mbl.is þegar hann var spurður hvert atkvæði Íslands færi í kosningunni.

HM árið 2022 verður haldið í Katar, þar sem verður spilað í nóvember og desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert