Verður að vinna heimsmeistaratitilinn

Lionel Messi er fyrirliði Argentínu.
Lionel Messi er fyrirliði Argentínu. AFP

Lionel Messi getur ekki gert kröfu á að vera titlaður sem besti argentínski knattspyrnumaður alla tíma nema hann vinni heimsmeistaratitilinn með Argentínu á HM. Þetta segir ítalska goðsögnin Andrea Pirlo.

Messi og samherjar hans verða fyrstu andstæðingar Íslands á HM þegar þjóðirnar mætast í Moskvu á laugardaginn.

Menn hafa lengi deilt um það hvort Messi eða Diego Maradona sé besti argentínski fótboltamaður allra tíma, en Maradona varð heimsmeistari með Argentínu árið 1986.

„Það verður mikilvægt fyrir bæði Messi sjálfan og Argentínu að vinna heimsmeistaratitilinn í Rússlandi. Messi er alltaf borinn saman við Maradona en hann verður að vinna titilinn því ef þú vinnur ekki HM getur þú ekki talist með þeim bestu,“ segir Pirlo.

Pirlo segir að Argentínumenn hafi alla burði til að gera það gott á HM.

„Argentínumenn hafa haft tíma núna til að bæta sig og finna réttu mennina fyrir HM svo ég held að þeim eigi eftir að ganga vel á HM þrátt fyrir að liðið hafi tapað illa fyrir Spánverjum í vináttuleik fyrir nokkru. Argentína hefur marga góða leikmenn í sínum röðum og bestu menn liðsins ná sér á strik mun því ganga vel á HM,“ segir Pirlo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert