Vill opinbera afsökunarbeiðni

David De Gea krefst opinberlegrar afsökunarbeiðni frá forsætisráðherra Spánar
David De Gea krefst opinberlegrar afsökunarbeiðni frá forsætisráðherra Spánar AFP

David De Gea, markvörður Manchester United, vill opinbera afsökunarbeiðni frá Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, fyrir ummæli hans um meint kynferðisbrot fyrir tveimur árum.

De Gea var aldrei kærður en Sanchez, sem þá var hluti af stjórnarandstöðunni, sagði í viðtali að honum liði illa með þá tilhugsun að De Gea væri aðalmarkmaður liðsins. Sanchez heimsótti spænska landsliðshópinn í síðustu viku þar sem hann notaði tækifærið og bað De Gea afsökunar undir fjögur augu. 

Þrátt fyrir að De Gea hafi kunnað að meta afsökunarbeiðnina sagði hann að hún hefði átt að vera opinber. „Ég þakkaði honum fyrir afsökunarbeiðnina kurteisilega. En málið er að hann sagði þessa hluti um mig opinberlega og þess vegna held ég að afsökunarbeiðni hans ætti líka að vera opinber.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert