Orðinn aðeins mikilvægari

Jóhann Berg Guðmundsson ræðir við blaðamann á æfingu íslenska liðsins …
Jóhann Berg Guðmundsson ræðir við blaðamann á æfingu íslenska liðsins í gær. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Kópavogsstoltið Jóhann Berg Guðmundsson er mættur á heimsmeistaramótið í knattspyrnu í enn stærra hlutverki hjá íslenska landsliðinu en á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Færa má gild rök fyrir því að hann sé sá leikmaður liðsins sem tekið hafi skref í besta átt síðan á EM. Eftir frábært tímabil með spútnikliði Burnley í ensku úrvalsdeildinni í vetur er þessi 27 ára gamli kantmaður staðráðinn í að standa undir því á HM að vera orðinn einn almikilvægasti leikmaður liðsins:

„Maður er auðvitað kominn í eina bestu deild í heimi og er að spila þar reglulega, spila vel, og það gefur manni mikið sjálfstraust. Auðvitað reynir maður að nýta það til að hjálpa liðinu, eins og ég hef alltaf reynt. Ég er kannski orðinn aðeins mikilvægari núna en ég var þá [á EM 2016], bara út af því á hvaða stað ég er kominn og það er bara eðlilegt,“ segir Jóhann.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert