Sérstaklega mikill lærdómur fyrir mig

Samúel Kári Friðjónsson á æfingu íslensla liðsins í gær.
Samúel Kári Friðjónsson á æfingu íslensla liðsins í gær. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Þetta er bara geggjað. Við erum hérna við toppaðstæður, hótelið frábært og þetta er bara engu líkt,“ segir Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson, næstyngsti leikmaðurinn í íslenska HM-hópnum sem kominn er til Rússlands. Samúel hefur núna sofið þrjár nætur hér í Kabardinka og bíður eins og aðrir í ofvæni eftir því að mótið hefjist. Mót sem þessi miðjumaður U21-landsliðsins getur varla annað en lært mikið af:

„Þetta er heiður fyrir mig, að geta verið með og lært af svona frábærum leikmönnum sem hafa þessa reynslu, hafa farið á stórmót áður og eiga svona marga landsleiki. Það er bara frábært fyrir mig,“ segir Samúel, sem tekur undir að það sé enn svolítið skrýtið að leggjast á koddann á kvöldin vitandi það að hann sé mættur á heimsmeistaramót í fótbolta.

„Sko... maður er ennþá að venjast. En maður nær að fókusa á það sem maður var að gera heima og í deildinni í Noregi og passa að gleyma sér ekki í öllu hér í kring,“ segir Samúel, sem leikur með Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni. 

Sjá grein­ina í heild sinni í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert