Moskítófaraldur á næsta leikstað Íslands

Volgograd-leikvangurinn í Rússlandi.
Volgograd-leikvangurinn í Rússlandi. AFP

Stuðningsmenn sem eru að ferðast til Volgograd í Rússlandi, þar sem nokkrir leikir heimsmeistaramótsins fara fram, mæta gífurlegum moskítófaraldri.

England og Túnis mætast í fyrsta leik sínum í kvöld á Volgograd-leikvanginum en það er sami völlur og mun hýsa leik Íslands og Nígeríu á föstudaginn kemur. Íþróttafréttamenn ensku fjölmiðlanna eru að lenda í miklum vandræðum og hafa þurft að hætta leik í miðjum beinum útsendingum vegna árásargjarnra moskítóflugna.

Borgin Volgograd liggur við suðurbakka fljótsins Volgu sem hækkar töluvert í hitastigi yfir sumartímann. Slík hitabreyting og lítill vindur leiðir til skilyrða sem moskítóflugurnar þrífast í.

Stuðningsmenn eru nú farnir að vara hver annan við á Twitter og hvetja alla til að mæta með flugnasprey á völlinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert