Harry Kane kom Englendingum til bjargar

England vann dramatískan 2:1-sigur á Túnis í fyrsta leik liðanna í G-riðli heimsmeistaramótsins í Rússlandi en leikið var í Volgograd.

Englendingar léku á als oddi í upphafi leiks og voru hreinlega klaufar að skora ekki nokkur mörk fyrsta hálftímann eða svo. Jesse Lingard og Raheem Sterling voru meðal þeirra sem fóru illa með ágæt færi en Harry Kane var sá eini sem náði marki.

Það gerði hann á 11. mínútu eftir að Mouez Hassen varði skalla John Stones eftir hornspyrnu. Kane var fyrstur að átta sig og skoraði úr frákastinu. Staðan var svo jöfn á 34. mínútu eftir að Kyle Walker gaf klaufalega vítaspyrnu. Ferjani Sass steig á punktinn og skoraði.

Enskir voru svo langt frá því að finna taktinn í síðari hálfleik. Túnismenn endurskipulögðu varnarleikinn, voru mun þéttari til baka og virtust hafa gert nóg til að taka dýrmætt stig. Allt kom þó fyrir ekki og tókst Harry Kane að kreista fram dramatískt sigurmark í uppbótartíma. Það gerði hann með föstum skalla í nærhornið eftir að Harry Maguire tókst að flikka áfram boltanum úr hornspyrnu Kieran Trippier.

Englendingar eru þar með í 2. sæti G-riðils, á eftir Belgíu sem vann 3:0-sigur á Panama fyrr í dag.

Ellyes Skhiri sækir að Harry Kane í leik kvöldsins.
Ellyes Skhiri sækir að Harry Kane í leik kvöldsins. AFP
Ali Maaloul sækir að Dele Alli í leik Túnis og …
Ali Maaloul sækir að Dele Alli í leik Túnis og Englands í kvöld. AFP
Túnis 1:2 England opna loka
90. mín. Fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert