Dalić ætlar að hvíla menn gegn Íslandi

Zlatko Dalić ætlar að gera stórar breytingar á liði sínu …
Zlatko Dalić ætlar að gera stórar breytingar á liði sínu fyrir lokaleikinn gegn Íslandi. AFP

Zlatko Dalić, landsliðsþjálfari Króata í knattspyrnu, staðfesti það eftir sigur liðsins gegn Argentínu í kvöld að hann ætlaði sér að hvíla menn í lokaleik liðsins gegn Íslandi 26. júní í Rostov. Króatía vann 3:0 sigur á Argentínu í annarri umferð D-riðils heimsmeistaramótsins í Nis­hnij Novg­orod í kvöld þar sem þeir Ante Rebić, Luka Modrić og Ivan Rakit­ić sem skoruðu mörk Króata í leiknum.

„Ég mun hvíla menn í leiknum gegn Íslandi og gera allnokkrar breytingar á mínu liði fyrir leikinn í Rostov,“ sagði þjálfarinn við blaðamenn eftir leikinn. Króatar eru komnir áfram í sextán liða úrslit heimsmeistaramótsins en þeir eru í efsta sæti D-riðils með 6 stig eftir fyrstu tvo leikina. Ísland og Argentína eru í öðru og þriðja sæti riðilsins með 1 stig og Nígería er á botninum án stiga.

Ísland og Níg­er­ía mæt­ast svo á morg­un í Volgograd í annarri umferð D-riðils en sigur á morgun hjá Íslandi þýðir að liðinu dugar jafntefli gegn Króötum til þess að fara áfram í útsláttarkeppnina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert