Leigðu einkaflugvél

Leikmenn danska landsliðsins standa þétt saman.
Leikmenn danska landsliðsins standa þétt saman. AFP

Leikmenn danska landsliðsins í knattspyrnu ákváðu í sameiningu að leigja einkaflugvél svo varnarmaðurinn Jonas Knudsen gæti hitt nýfædda dóttur sína eftir sigurleikinn gegn Perú. 

„Við vildum horfa á mannlegu hliðina,“ sagði markmaðurinn Kasper Schmeichel.

„Það eru margir feður í leikmannahópnum. Þið verðið að muna að við erum manneskjur en ekki bara fótboltamenn. Sem faðir get ég ekki ímyndað mér hversu erfitt það var fyrir Jonas að fá skilaboðin og vera ekki á staðnum. Við vildum gera allt til þess að hann gæti séð dóttur sína.“

Eftir að hafa heimsótt nýfædda dóttur sína og konu er Knudsen kominn aftur til Rússlands og er klár fyrir leik Danmerkur gegn Ástralíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert