Líklegt byrjunarlið Íslands

Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Argentínu.
Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Argentínu. AFP

Menn velta því fyrir sér hvernig Heimir Hallgrímsson muni stilla upp byrjunarliði Íslands í leiknum gegn Nígeríumönnum en þjóðirnar mætast á Volgograd Aerena á HM á morgun.

Jóhann Berg Guðmundsson er meiddur og ekki er reiknað með að hann verði leikfær á morgun og líklegast þykir að Rúrik Gíslason taki stöðu hans á kantinum en Rúrik leysti Jóhann Berg af hólmi þegar hann varð fyrir meiðslum snemma í síðari hálfleiknum gegn Argentínu um síðustu helgi.

Undirritaður reiknar með að eina breytingin á byrjunarliði Íslands verði sú að Rúrik taki stöðu Jóhanns Bergs og liðið muni þá líta þannig út:

Hannes – Birkir Már, Kári, Ragnar, Hörður Björgvin – Rúrik, Aron Einar, Emil, Gylfi, Birkir – Alfreð.

Sá möguleiki er einnig fyrir hendi að Heimir stilli upp tveimur framherjum sem yrðu þá Alfreð og annaðhvort Jón Daði Böðvarsson eða Björn Bergmann Sigurðarson. Aron og Gylfi yrðu þá á miðsvæðinu og Rúrik og Birkir Bjarnason á köntunum.

Landsliðið æfir á Volgograd Arena í dag og hefst æfingin klukkan 12 að staðartíma, 9 að íslenskum tíma, og í kjölfarið verður fréttamannafundur þar sem Heimir Hallgrímsson og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sitja fyrir svörum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert