Minni fjölmiðlaathygli á morgun

Landsliðið á æfingu á Volgograd Arena í dag.
Landsliðið á æfingu á Volgograd Arena í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikur Íslendinga og Nígeríumanna sem fram fer á Volgograd Arena á HM í knattspyrnu á morgun mun ekki draga að sér jafn mikla fjölmiðlaathygli og leikurinn á móti Argentínu í Moskvu.

Reiknað er með því að 100 skrifandi blaðamenn verði á leiknum en þeir voru 600 í leiknum gegn Argentínu og að ljósmyndarar verði 100 talsins.

40.300 áhorfendur verða Volgograd Arena á morgun samkvæmt upplýsingum frá FIFA og er búist við því að fjöldi stuðningsmanna Íslands og Nígeríu verði 2-3000 frá hvorri þjóð.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert