Hemmi Hreiðars trylltist í stúkunni (myndskeið)

Hermann Hreiðarsson var í stúkunni í kvöld og hvatti strákana …
Hermann Hreiðarsson var í stúkunni í kvöld og hvatti strákana áfram af mikilli innlifun. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Nígería og Ísland mættust í annarri umferð D-riðils heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Volgograd í dag en leiknum lauk með 2:0 sigri Nígeríu. Það var Ahmed Musa sem skoraði bæði mörk Nígeríu í síðari hálfleik.

Ísland fékk vítaspyrnu á 83. mínútu eftir að Alfreð Finnbogason, framherji íslenska liðsins var felldur innan teigs en dómari leiksins, Matthew Conger studdist við myndbandstækni áður en hann ákvað að dæma víti. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska liðsins steig á punktinn en skot hans fór yfir markið.

Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu var á vellinum í dag og gjörsamlega trylltist þegar Conger dæmdi vítaspyrnuna. Hann fagnaði ákaft en myndskeið af þessu má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert