Íslendingar í Volgograd - Myndir

Um 3000 Íslendingar í Volgograd bíða nú spenntir eftir því að leikurinn við Nígeríumenn á HM hefjist eftir rúmlega tvær klukkustundir. Þeir eru á ferðinni í miðborginni, bæði á stuðningsmannasvæðinu og veitingastöðum hér og þar, og margir farnir að tygja sig á völlinn, sem er ekki langt frá.

Flautað verður til leiks kl. 18.00, kl. 15.00 að íslenskum tíma. Íslendingar eru með eitt stig, eftir jafnteflið við Argentínu, en Nígeríumenn eru án stiga eftir 2:0 tap fyrir Króötum.

Heitt er í veðri í Volgograd, um 33 stiga hiti og glampandi sól og íslenska stuðningsfólkið mun því mæta sólbakað til leiks á eftir.

Eggert Jóhannesson, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, tók púlsinn á stemningunni í Volgograd fyrr í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert