Líklega erfiðasta stundin á ferlinum

Gylfi Þór í leiknum í gær.
Gylfi Þór í leiknum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eins og flestum Íslendingum ætti að vera vel kunnugt þá brást Gylfa Þór Sigurðssyni, besta skotmanni íslenska landsliðsins í knattspyrnu, bogalistin af vítapunktinum tapleiknum gegn Nígeríumönnum á HM í Rússlandi í gær.

Íslendingar fengu vítaspyrnu þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka en Gylfi skaut boltanum yfir markið og Nígeríumenn fögnuðu 2:0 sigri.

„Það er erfitt að taka þessu og líklega er þetta erfiðasta stundin á ferli mínum,“ sagði Gylfi Þór í viðtali við goal.com eftir leikinn.

„Við vorum fínir í fyrri hálfleik og vel skipulagðir varnarlega. Ég held að þeir hafi ekki átt skot á markið í fyrri hálfleik. Við sköpuðum okkur nokkur færi og hefðu átt að skora í fyrri hálfleiknum.

Í síðari hálfleik vorum við ólíkir sjálfum okkur. Við vorum opnir og sérstaklega eftir að við fengum á okkur fyrsta markið og við þurfum að sækja fram og reyna að fá eitthvað út úr leiknum. Í heildina séð voru þetta vonbrigði.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert