Vill að Messi verði settur út úr landsliðinu

Messi á æfingu með argentínska landsliðinu í dag.
Messi á æfingu með argentínska landsliðinu í dag. AFP

Lionel Messi, fyrirliði argentínska landsliðsins, hefur ekki fundið sig frekar en flestir leikmanna argentínska landsliðsins á HM en fyrir lokaumferðina í D-riðlinum á HM eru þeir á botni riðilsins með aðeins eitt stig.

Argentínski þjálfari Ricardo Lombardi sem víða hefur komið við á ferli sínum vill að Messi verði settur út úr landsliðinu.

„Þótt hann sé besti fótboltamaður í heimi þá verða allir góðir hlutir að enda. Í leikjum Barcelona leggur hann sig 100% fram en það gerir hann ekki með landsliðinu,“ segir Lombardi í viðtali við spænska blaðið Marca.

„Það á að setja hann út úr landsliðinu. Hann mótmælir þjálfaranum ef hlutirnir ganga ekki eins og hann óskar eftir.“

Argentínumenn fengu líflínu í gær þegar Nígeríumenn höfðu betur gegn Íslendingum. Með sigri gegn Nígeríu á þriðjudaginn og tapi Íslands á móti Króatíu fer Argentína áfram í 16-liða úrslitin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert