Fara Birkir og Rúrik til Tyrklands?

Rúrik Gíslason og Alfreð Finnbogason á æfingu á Rostov Arena …
Rúrik Gíslason og Alfreð Finnbogason á æfingu á Rostov Arena í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson,

Landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Rúrik Gíslason eru báðir orðaðir við tyrkneska liðið Trabzonspor í tyrkneskum fjölmiðlum.

Birkir leikur með enska B-deildarliðinu Aston Villa og á rúmlega tvö ár eftir af samningi sínum hjá félaginu en Rúrik framlengdi á dögunum samning sinn við þýska B-deildarliðið Sandhausen. Trabzonspor hafnaði í 5. sæti í tyrknesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð

Birkir hefur einnig verið orðaður við félög á Ítalíu, meðal annars Parma sem vann sér sæti í ítölsku A-deildinni í vor.

Birkir og Rúrik eru báðir að undirbúa sig undir gríðarlega mikilvægan leik á HM en Íslendingar mæta Króötum í lokaleik sínum í riðlakeppninni þar sem fæst úr því skorið hvort þeir fylgi Króötum eftir í 16-liða úrslitin eða ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert