Nógu erfitt að vinna Króata

Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson ræða málin á æfingu íslenska …
Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson ræða málin á æfingu íslenska liðsins í Rostov í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þó að öll einbeiting íslenska landsliðshópsins snúi í dag að því erfiða verkefni að vinna Króatíu, í lokaumferð D-riðils HM í knattspyrnu, mun þjálfarinn Heimir Hallgrímsson einnig nýta sér upplýsingar um gang mála í leik Nígeríu og Argentínu eins og þörf krefur. Jafnvel með sigri í dag eru örlög Íslands háð úrslitum í þeim leik.

Til að komast í 16-liða úrslit þarf Ísland að vinna Króatíu í Rostov í dag og treysta á að Nígería vinni ekki Argentínu. Geri Nígería og Argentína jafntefli þarf Ísland að vinna að minnsta kosti tveggja marka sigur (2:0 dugar með 0:0-jafntefli, 3:1 dugar með 1:1-jafntefli, o.s.frv.). Vinni Argentína þarf Ísland að vinna með að minnsta kosti jafnmiklum mun. Þó er það svo að ef Argentína vinnur 2:0 en Ísland 2:1 (eða Argentína 3:0 og Ísland 3:1, o.s.frv.) þá verður litið til fjölda refsistiga vegna gulra og rauðra spjalda. Argentína hefur fengið þrjú gul spjöld á mótinu en Ísland ekkert.

Þessar bollaleggingar breyta engu um það að grundvallarforsendan fyrir því að Ísland eigi einhverja möguleika á að komast í 16-liða úrslit felst í því að vinna Króatíu í dag:

„Það er nógu erfitt verk að fara í leik og reyna að vinna Króatíu. Það eitt og sér er nógu stórt verk til að einbeita sér að. En auðvitað erum við með samskiptabúnað á milli þjálfara og okkar manna uppi í stúku, sem horfa á báða leiki og vita stöðuna nákvæmlega. Við á bekknum ætlum sem mest að einbeita okkur að okkar leik en ef við þurfum upplýsingar um eitthvað sem er að breytast þá fáum við þær,“ sagði Heimir á fundi í Rostov í gær.

Sjá greinina í heild sinni og umfjöllun um HM í Rússlandi í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert