Svona vinnum við Króata í kvöld

Knattspyrna þarf ekki alltaf að vera flókin íþrótt.
Knattspyrna þarf ekki alltaf að vera flókin íþrótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland og Króatía mætast í lokaumferð D-riðils heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í dag í Rostov klukkan 18 að íslenskum tíma. Á sama tíma mætast Nígería og Argentínu í hinum leik D-riðils í Pétursborg. Króatía er í efsta sæti riðilsins með 6 stig, Nígería er í öðru sætinu með 3 stig og Ísland og Argentína koma þar á eftir með 1 stig.

Íslenska liðið verður því að vinna í dag til þess að eiga möguleika á því að fara áfram í sextán liða úrslit keppninnar og treysta á það, á sama tíma að Nígería vinni ekki sinn leik. Þá má Argentína ekki heldur vinna Nígeríu með of miklum mun. Það er því mikið undir fyrir Ísland í kvöld, í báðum leikjum riðilsins en Ísland er með markatöluna mínus tveir á meðan Argentína er með markatöluna mínus þrír.

Auglýsingastofan Pipar/TBWA birti skemmtilegt myndband á vef sínum í gær þar sem þeir fóru yfir það, hvernig best væri að vinna Króatíu sem hefur spilað frábæran fótbolta á HM. Sérfræðingur þeirra taldi að best væri að „Króa-Tíu-Leikmenn-Af“ en myndbandið skemmtilega má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert