Hefur reynst Sviss gulls ígildi

Xherdan Shaqiri í leiknum í morgun.
Xherdan Shaqiri í leiknum í morgun. AFP/Kirill Kudryavtsev

Xherdan Shaqiri er sannkallaður lykilmaður hjá svissneska karlalandsliðinu í knattspyrnu. Hann hefur enda komið að helmingi marka liðsins á undanförnum fjórum stórmótum með liðinu.

Í morgun lagði Shaqiri upp sigurmark Sviss í 1:0-sigri á Kamerún á HM í Katar.

Sviss leitar oft til snilli hans í sóknarleiknum og hefur Shaqiri skorað átta mörk og lagt upp önnur fjögur af þeim 24 mörkum sem liðið hefur skorað á undanförnum tveimur heimsmeistaramótum og tveimur Evrópumótum.

Hinn 31 árs gamli vængmaður er nú að taka þátt á sínu sjötta stórmóti með Sviss og hefur leikið 110 landsleiki fyrir hönd þjóðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert