Senegalar sektaðir af FIFA

Aliou Cissé var einn á fundinum, sem er ekki leyfilegt.
Aliou Cissé var einn á fundinum, sem er ekki leyfilegt. AFP/Ozan Kose

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur sektað knattspyrnusamband Senegals um 10.500 dollara.

Enginn leikmaður mætti með Aliou Cissé þjálfara liðsins á fréttamannafund daginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Ekvador.

Samkvæmt reglum FIFA eiga leikmaður og þjálfari frá hverju liði að mæta á fundina. Þjóðverjum var áður refsað fyrir sama hlut, þegar Hansi Flick þjálfari mætti einn á fund fyrir leik Þýskalands og Spánar.

Sektarupphæðin nemur um einni og hálfri milljón íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert