Fyrsta tap lærisveina Kristjáns

Magnus Jondal fagnar einu af 11 mörkum sínum í kvöld.
Magnus Jondal fagnar einu af 11 mörkum sínum í kvöld. AFP

Kristján Andrésson og lærisveinar hans í sænska landsliðinu töpuðu sínum fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í handknattleik þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Norðmönnum 30:27 í milliriðli 2 sem fram fór í Herning í Danmörku í kvöld.

Norðmenn voru þremur mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn 17:14 en fljótlega í síðari hálfleik komust þeir sjö mörkum yfir. Svíum tókst að minnka muninn niður í tvö mörk en Norðmenn reyndust sterkari og unnu afar þýðingarmikinn sigur.

Danmörk, Svíþjóð og Noregur eru öll með stig og berjast um að komast í undanúrslitin. Danir mæta Egyptum í kvöld en í lokaumferðinni á miðvikudaginn mætast Danmörk og Svíþjóð annars vegar og Noregur og Ungverjaland hins vegar.

Mörk Svía: Andreas Nilsson 5. Hampus Wanne 5, Niclas Ekberg 3, Simon Jeppsson 3, Kim Andersson 3, Lukas Nilsson 3, Kim Ekdahl 2, Frederic Pettersson 1, Albin Lagergren 1, Linus Arnesson 1.

Mörk Norðmanna: Magnus Jondal 11, Sander Sagosen 7, Magnus Rod 4, Kristian Bjornsen 3, Christian O´Sullivan 3, Bjarte Myrhol 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert