Leikstjórnandi Þjóðverja úr leik

Martin Strobel t.h. verður vart meira með þýska landsliðinu á …
Martin Strobel t.h. verður vart meira með þýska landsliðinu á HM. AFP

Martin Strobel, leikstjórnandi þýska landsliðsins í handknattleik, meiddist á hné snemma leiks Þýskalands og Króatíu í milliriðlakeppni HM í Lanxess-Arena. Fullyrt er að hann verði ekki meira með þýska liðinu á mótinu.

Strobel meiddist á hné og var fluttur í börum af leikvelli. Þýskir fréttamiðlar telja sig hafa vissu fyrir að liðband hafi slitnað eða skaddast illa. Sé svo er Strobel ekki aðeins úr leik á HM. Hann gæti orðið frá um nokkurt skeið eftir að keppni hefst á ný í þýska handboltanum.  Strobel er samherji Odds Gretarssonar hjá Balingen í þýsku 2. deildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert