Arnór markahæstur – Gísli með flestar stoðsendingar

Arnór Þór Gunnarsson skoraði flest mörk íslenska landsliðsins á HM.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði flest mörk íslenska landsliðsins á HM. AFP

Arnór Þór Gunnarsson varð markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik en Íslendingar luku keppni á mótinu í dag þegar þeir töpuðu fyrir Brasilíumönnum í lokaumferð milliriðlakeppninnar í Köln.

Arnór Þór skoraði 37 mörk en hann missti af síðustu tveimur leikjum íslenska liðsins á mótinu vegna meiðsla sem og fyrirliðinn Aron Pálmarsson.

Gísli Þorgeir Kristjánsson átti flestar stoðsendingarnar í íslenska liðinu á heimsmeistaramótinu eða 19 talsins.

Mörk Íslands á HM:

37 - Arnór Þór Gunnarsson
26 - Elvar Örn Jónsson
22 - Aron Pálmasson
22 - Ólafur Andrés Guðmundsson
19 - Bjarki Már Elísson
17 - Ómar Ingi Magnússon
15 - Sigvaldi Björn Guðjónsson
13 - Stefán Rafn Sigurmannsson
12 - Arnar Freyr Arnarsson
 9 - Teitur Örn Einarsson
 9 - Gísli Þorgeir Kristjánsson
 3 - Ýmir Örn Gíslason
 2 - Ólafur Gústafsson
 2 - Haukur Þrastarson
 1 - Björgvin Páll Gústavsson

Flestar stoðsendingar íslenska liðsins á HM:

19 - Gísli Þorgeir Kristjánsson
18 - Aron Pálmarsson
15 - Elvar Örn Jónsson
10 - Ómar Ingi Magnússon
 8 - Ólafur Andrés Guðmundsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert