Danska þjóðin nötrar af eftirvæntingu fyrir úrslitaleikinn við Norðmenn á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla síðar í dag. Búningar danska landsliðsins eru hreinlega rifnir út og fjórum tímum áður en leikur Dana og Norðmann hófst var hann uppseldur í keppnishöllinni, Jyske Bank Boxen í Herning. Töldu menn sig þó hafa haft vaðið fyrir neðan sig þegar búningarnir voru pantaðir.
Það er búningur á fullorðna sem er uppseldur en enn mun vera hægt að fá barnastærðir. Talsverðar biðraðir eru við söluna þar sem nú er boðið upp á alrauðar og ómerktar peysur fyrir þá sem gripu í tómt við kaup á aðalbúningnum. Einnig er hægt að fá grænu markmannspeysuna en hún virðist ekki heilla Dani í sama mæli og sú sem er litum dannebrog.