Íslendingar virðast flestir halda með Noregi í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í handbolta 2019 sem nú stendur yfir. Í hálfleik er staðan 11:18 og lítur allt út fyrir að Danir taki heimsmeistaratitilinn á heimavelli.
Um sannkallaðan Norðurlanda- og nágrannaslag er að ræða, en heimamenn í Danmörku fjölmenntu heldur betur í Jyske Bank Boxen og seldist landsliðstreyja Dana upp löngu fyrir leik.
Ef marka má Twitter vilja Íslendingar frekar sjá Norðmenn taka titilinn.
Aldrei í lífinu myndi ég halda með Danmörku í nokkru. Eina góða frá þessu landi er Peter Schmeicel, Klovn og Tuborg. #handbolti #olisdeildin #hmruv
— Einar Sindri (@eolafs) 27 January 2019
Áfram Noregur og Bobbysocks, La det swinge! #hmruv
— Fridrik Runarsson (@FridrikIngi) 27 January 2019
Spennt að sjá hver verður Norðulandameistari í ár. Norge eller Danmark 🤾🏻♂️🥇🏆 #hmruv
— Berglind Þorbergs (@berglind80) 27 January 2019
Trúi ekki öðru en að þjóðin haldi með Noregi á morgun. Þú rekur ekki þjálfara sem kemur þér á pall. Heja Norge #hmruv
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) 26 January 2019
Unaður að fylgjast með HM stofunni á @ruvithrottir í gegnum allt mótið. @kristjanaarnars mín, @logigeirsson og @Minnaermeira, stórt hrós á ykkur. Langbesta HM stofa sem RÚV hefur verið með #handbolti #hmruv
— Krissi Aðalsteins (@KrissiCoach) 27 January 2019