Frakkar sannfærandi – risasigur heimamanna

Ludovic Fabregas skýtur að austurríska markinu í kvöld.
Ludovic Fabregas skýtur að austurríska markinu í kvöld. AFP

Frakkland er komið í milliriðil á HM karla í handbolta í Egyptalandi eftir 35:28-sigur á Austurríki í dag. Staðan í hálfleik var 17:13 og voru Frakkar með undirtökin allan tímann. Frakkar eru með tvo sigra í tveimur leikjum en Austurríki er án stiga.

Ludovic Fabregas, Michael Guigou og Hugo Descat skoruðu allir fjögur mörk fyrir Frakka og Tobias Wagner skoraði sjö fyrir Austurríki. 

Austurríki: Tobias Wagner 7, Lukas Hutecek 6, Nikola Stevanovic 4, Sebastian Frimmel 2, Boris Zivkovic 2, Robert Weber 2, Dominik Schmid 1, Julian Ranftl 1, Gerald Zeiner 1, Christoph Neuhold 1,  Maximilian Hermann 1.

Frakkland: Michael Guigou 4, Hugo Descat 4, Ludovic Fabregas 4, Luka Karabatic 3, Valentin Porte 3, Dika Mem 3, Nicolas Tournat 3, Jean Jacques Acquevillo 3, Romain Lagarde 2, Vincent Gerard 2, Kentin Mahe 2, Luc Abalo 2.

Egypsku varnarmennirnir voru harðir í horn að taka í kvöld.
Egypsku varnarmennirnir voru harðir í horn að taka í kvöld. AFP

Þá eru gestgjafarnir í Egyptalandi einnig komnir áfram eftir tvo sigra en liðið rótburstaði Norður-Makedóníu, 38:19 í G-riðli.

Norður-Makedónía kom óvænt inn á mótið þar sem Tékkland dró sig úr keppni og virðist liðið engan veginn tilbúið að spila á stórmóti, en liðið fékk skell á móti Svíum í fyrsta leik.

Egyptaland: Mohamed Mamdouh 8, Hassan Kaddah 6, Mohammad Sanad 5, Ahmed Hesham 4, Omar Elwakil 3, Yahia Omar 3, Ahmed Moamen 2, Ahmed Elahmar 2, Yehia Elderaa 2, Seif Elderaa 1, Ali Zein 1, Wisam Nawar 1.

Norður-Makedónía: Zharko Peshevski 3, Nikola Markoski 3, Kiril Lazarov 3, Martin Velkovski 2, Filip Kuzmanovski 2, Nenad Kosteski 2, Mario Tankoski 2, Darko Georgievski 1, Martin Popovski 1.

Rússar unnu góðan sigur á Slóveníu.
Rússar unnu góðan sigur á Slóveníu. Ljósmynd/IHF

Þá er Rússland komið áfram úr H-riðli eftir 31:25-sigur á Slóveníu. Rússar eru með þrjú stig eftir tvo leiki, eins og Hvíta-Rússland, og Slóvenía með tvö stig. Úrslitin eru í raun ráðin því Slóvenar eru öruggir áfram í þriðja sætinu og Suður-Kórea er þegar úr leik.

Dmitrii Kiselev, Sergeir Kosorotov og Igor Soroka skoruðu allir sex mörk fyrir Rússland en Jure Dolenec var markahæstur hjá Slóveníu, einnig með sex mörk. 

Rússland: Dmitrii Kiselev 6, Sergei Mark Kosorotov 6, Igor Soroka 6, Sergei Kudinov 3, Aleksandr Kotov 2, Roman Ostashchenko 2, Daniil Shishkarev 2, Aleksandr Ermakov 2, Dmitrii Zhitnikov 1, Denis Vasilev 1.

Slóvenía: Jure Dolenec 6, Dragan Gajic 5, Stas Skube 3, Borut Mackovsek 3, Blaz Janc 2, Matej Gaber 2, Dean Bombac 2, Rok Ovnicek 1, Blaz Blagotinsek 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert