Leikmaður íslensku þjálfaranna ekki meira með

Tobias Reichmann í leik Þjóðverja og Úrúgvæa.
Tobias Reichmann í leik Þjóðverja og Úrúgvæa. AFP

Þýski hornamaðurinn Tobias Reichmann verður ekki meira með á HM í handknattleik sem fram fer í Egyptalandi en hann er meiddur á hné eftir leik Þýskalands gegn Úrúgvæ í fyrstu umferðinni.

Alfreð Gíslason er þjálfari Þjóðverja en hann hefur kallað línumanninn Pat­rick Wiencek, sem spilar með Kiel í heimalandinu, inn í hópinn í stað Reichmanns sem spilar með þýska liðinu Melsungen sem Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, stýrir.

Þjóðverjar fengu ódýr stig í keppninni í dag því Grænhöfðaeyjar geta ekki teflt fram tíu leik­mönn­um, sem er lág­markið, vegna fjölda kór­ónu­veiru­smita í þeirra röðum. Alls eru 13 leik­menn af 22 hjá þeim greind­ir með smit og þar með end­ar leik­ur­inn 10:0 fyr­ir Þýska­land. Þjóðverj­ar eru þar með komn­ir með fjög­ur stig og form­lega bún­ir að tryggja sér sæti í mill­iriðlakeppni móts­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert