Norður-Makedónar í milliriðil

Gamla kempan Kiril Lazarov var valinn maður leiksins eftir viðureign …
Gamla kempan Kiril Lazarov var valinn maður leiksins eftir viðureign Norður-Makedóníu og Síle. AFP

Norður-Makedónía fylgir Svíum og Egyptum í milliriðil á HM karla í handknattleik í Egyptalandi en liðið lagði Síle að velli í G-riðli í dag. 

N-Makedónía vann 32:29 en bæði lið höfðu tapað fyrir Svíþjóð og Egyptalandi. Norður-Makedónía fer því án stiga í milliriðilinn. 

Stórskyttan Kiril Lazarov gefur lítið eftir og skoraði 8 mörk fyrir Norður-Makedóníu. 

Rússland vann Suður-Kóreu í H-riðli 30:26. Úrslitin skiptu litlu máli því ljóst var orðið að Suður-Kórea yrði í neðsta sæti í riðlinum. Rússar, Hvít-Rússar og Slóvenar fara áfram. 

Norður-Makedónía: Kiril Lazarov 8, Zharko Peshevski 5, Nenad Kosteski 5, Filip Kuzmanovski 4, Dimitar Dimitrioski 3, Stojanche Stoilov 2, Goran Krstevski 2, Marko Mishevski 1. Martin Popovski 1, Nikola Markoski 1.

Síle: Sebastian Ceballos 7, Rodrigo Salinas 7, Erwin Feuchtmann 7, Emil Feuchtmann 4, Esteban Salinas 2, Daniel Ayala 1, Javier Frelijj 1.

Suður-Kórea : Jiun Kim 8, Taeung Kim 6, Jinho Kim 5, Jinyoung Kim 4, Seungmin Lee 2, Byeongju Lee 1. 

Rússland : Dmitry Kornev 5, Pavel Andreev 5, Dmitrii Zhitnikov 4, Dmitrii Kiselev 3, Aleksandr Ermakov 3, Aleksandr Kotov 3, Igor Soroka 2, Roman Ostashchenko 1, Aleksei Fokin 1, Sergei Mark Kosorotov 1, Sergei Kudinov 1, Viacheslav Kasatkin 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert