Án teljandi vandræða

Arnór Þór Gunnarsson og Alexander Petersson verjast Mohamed Amine Bentaleb …
Arnór Þór Gunnarsson og Alexander Petersson verjast Mohamed Amine Bentaleb í leiknum í gær. AFP

Ísland fer með tvö stig í milliriðil á HM karla í handknattleik. Ísland vann Marokkó 31:23 án teljandi vandræða í Egyptalandi í gær. Í riðlakeppninni vann Ísland því Afríkuþjóðirnar Alsír og Marokkó en tapaði fyrir Evrópuþjóðinni Portúgal. Þrjár Evrópuþjóðir bíða íslenska liðsins í milliriðli: Frakkland, Noregur og Sviss. Svisslendingar verða fyrsti andstæðingur Íslands í milliriðli annað kvöld.

Íslendingar þurftu ekki að velta fyrir sér markamun í þessum tiltekna leik þar sem íslenskur sigur myndi tryggja að Marokkó færi ekki í milliriðil. Þar af leiðandi eru hvorki úrslit né markaskor í leikjum gegn Marokkó reiknuð með í stöðunni í milliriðli. Markamunur í leikjunum gegn Portúgal og Alsír getur hins vegar skipt máli og því skipti meira máli að vinna stórsigur gegn Alsír heldur en Marokkó. Úrslit leiksins í gær eru nákvæmlega þau sömu og á HM í Frakklandi fyrir tuttugu árum, 31:23. Eru það einu skiptin sem karlalandslið þjóðanna hafa mæst á handboltavellinum.

Ágætlega sloppið

Vonandi verður bið á því að Ísland þurfi að mæta Marokkó aftur á handboltavellinum því leikmenn Marokkó gerðu sig seka um gróf brot í leiknum. Tékknesku dómararnir voru starfinu vaxnir og gáfu rauða spjaldið í öllum tilfellum. Í þriðja tilfellinu fylgdi einnig bláa spjaldið með en fyrir þá sem ekki þekkja þá eru það skilaboð um að brotinu fylgi leikbann, en leikbann fylgir ekki sjálfkrafa rauðu spjaldi. Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Viggó Kristjánsson urðu fyrir þessum brotum.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert