Króatar og Ungverjar styrktu stöðuna

Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Barein á hliðarlínunni gegn Króötum í …
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Barein á hliðarlínunni gegn Króötum í kvöld. AFP

Króatar og Ungverjar styrktu stöðu sína í milliriðlum heimsmeistaramóts karla í handknattleik í Egyptalandi í kvöld með nokkuð öruggum sigrum.

Króatar mættu Barein, undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar, og komust í 9:2. Staðan var 13:8 í hálfleik og Bareinar stóðu vel í króatíska liðinu frameftir seinni hálfleiknum, minnkuðu muninn í fjögur mörk um tíma, en lokatölur urðu 28:18.

Króatar eru með 5 stig í milliriðli tvö, Danir 4, Argentínumenn 4, Katarbúar 2, Japanar 1 og Bareinar ekkert. Danmörk og Katar mætast í síðasta leik umferðarinnar klukkan 19.30 í kvöld.

Króatía: Zlatko Horvat 8, Marino Maric 4, Ivan Martinovic 4, David Mandic 3, Marko Mamic 2, Ivan Cupic 2, Manuel Strlek 1, Josip Sarac 1, Halil Jaganjac 1, Luka Sebetic 1, Domagoj Duvnjak 1.

Barein: Husain Alsayyad 6, Mohamed Ahmed 5, Mahdi Saad 3, Mohamed Merza 1, Jasim Alsalatna 1, Ahmed Fadhul 1, Ali Merza 1.

Ungverjar voru alltaf með undirtökin gegn Brasilíu í milliriðli eitt og voru yfir í hálfleik, 16:11. Lokatölur urðu 29:23.

Ungverjar eru með bestu stöðuna í riðlinum og eru með 6 stig, Pólverjar eru með 4, Spánverjar 3, Þjóðverjar 2, Brasilíumenn eitt og Úrúgvæjar ekkert. Spánn og Þýskaland mætast í algjörum lykilleik riðilsins klukkan 19.30 í kvöld.

Ungverjaland : Bence Banhidi 5, Richard Bodo 4, Dominik Mathe 4, Stefan Sunajko 4, Peter Hornyak 3, Mate Lekai 3, Miklos Rosta 2, Zoltan Szita 2, Gabor Ancsin 1, Adrian Sipos 1.

Brasilía: Haniel Langaro 8, Fabio Chiuffa 4, Rogerio Moraes 3, Gustavo Rodrigues 3, Thiago Ponciano 2, Rudolph Hackbarth 2, Joao Silva 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert