Svíþjóð, Spánn og Slóvenía með fullt hús

Albin Lagergren og Gilson Correia í baráttunni í leik Svíþjóðar …
Albin Lagergren og Gilson Correia í baráttunni í leik Svíþjóðar og Grænhöfðaeyja. AFP/Bjorn Larsson

Þrír aðrir leikir voru í gangi á sama tíma og leikur Íslands og Ungverjalands á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi í kvöld.

Spánn vann sannfærandi sigur á Síle í A-riðli, 34:26. Spánn er með fjögur stig eftir tvo leiki, Svartfjallaland er með tvö stig líkt og Íran en Síle er án stiga.

Í B-riðli vann Slóvenía góðan sigur á Póllandi, 32:23. Pólland og Frakkland eru með fjögur stig eftir tvo leiki en liðin eiga eftir að mætast innbyrðis. Pólland og Sádí-Arabía eru enn án stiga.

Svíar unnu svo sigur á Grænhöfðaeyjum, 34:27. Svíþjóð er með fjögur stig, Brasilía og Grænhöfðaeyjar með tvö og Úrúgvæ 0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert