Það hrundi allt sem gat hrunið

Bjarki Már Elísson svekktur í leikslok.
Bjarki Már Elísson svekktur í leikslok. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarki Már Elísson var markahæsti maður Íslands í gríðarlega svekkjandi tapi gegn Ungverjum, 30:28, á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld.

Ísland leiddi svo gott sem allan leikinn en á lokamínútum leiksins komst ungverska liðið í forystu og vann að lokum sigur.

„Það bara hrundi allt sem gat hrunið. Við förum ekki út í þá varnarlega, klikkum dauðafærum, töpum boltanum. Það var ekkert eitthvað eitt, það var bara allt í einu sem er ekki gott ef þú ætlar að vinna leik á heimsmeistaramóti.“

Fannst Bjarka íslenska liðið fara að verja forskotið undir lokin?

„Kannski að einhverju leiti. Mér finnst við oft lenda í þessu og það böggar mig mjög mikið. Við gefum bara eftir, erum í góðri stöðu, erum alveg með þá en þá komum við þessu sjálfir í leik.

Við þurfum bara að byrja á því að vinna Suður-Kóreu. Svo þurfum við að fara í milliriðilinn og taka stöðuna þá. Ég nenni eiginlega ekki að pæla í því núna.“

Bjarki Már í leiknum í kvöld.
Bjarki Már í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert