Bjarki fékk engin svör frá sænskum blaðamönnum

Bjarki Már Elísson ræðir við mbl.is í dag.
Bjarki Már Elísson ræðir við mbl.is í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarki Már Elísson var á meðal þeirra sem var gagnrýndur af blaðamanni Kristianstadsbladet fyrir að mæta ekki í viðtal hjá miðlinum eftir tapið gegn Ungverjum á HM í handbolta í gærkvöldi.

Hornamaðurinn sá spauglegu hliðina þegar liðið ræddi við blaðamenn í dag og bað sérstaklega um að fá að spjalla við blaðamenn frá Svíþjóð. Þegar það gekk ekki á ensku, reyndi hann fyrir sér í sænskunni, en enginn sænskur blaðamaður bauð sig fram.

„Eru einhverjir blaðamenn hérna frá Svíþjóð?“ kallaði Bjarki fyrst á ensku og svo sænskunni, en lítið var um svör. 

„Bjarki Már Elís­son fór í skyldu­viðtöl­in við sjón­varps­stöðvarn­ar en eft­ir að hafa litið snögg­lega yfir af­gang­inn af frétta­mönn­un­um braut hann regl­ur IHF og fór aft­ur inn í bún­ings­klef­ann án þess að fara í gegn­um frétta­manna­svæðið,“ skrifaði blaðamaðurinn m.a eftir leikinn í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert