Er hérna til þess að bakka hann upp

Óðinn, lengst til vinstri, var sáttur eftir leik.
Óðinn, lengst til vinstri, var sáttur eftir leik. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta var sterkur sigur hjá okkur,“ sagði Óðinn Þór Ríkharðsson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í samtali við mbl.is eftir 38:25-:stórsigur Íslands gegn Suður-Kóreu í lokaleik sínum í D-riðli heimsmeistaramótsins í Kristianstad í Svíþjóð í dag.

„Þetta var vissulega skyldusigur í dag en það var gott að klára leikinn svona. Þeir eru snöggir á löppunum og allt það og við þurftum að halda einbeitingu allan tímann. Það var gaman að fá tækifæri en mitt hlutverk er meðal annars að bakka Sigvalda Björn upp og ég er þokkalega sáttur með minn leik í dag,“ sagði Óðinn.

Óðinn Þór Ríkharðsson átti mjög góðan leik í dag.
Óðinn Þór Ríkharðsson átti mjög góðan leik í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti í milliriðli II þar sem liðið mætir meðal annars Evrópumeisturum Svíþjóðar.

„Við tökum einn leik fyrir í einu og það er ekki mikið flóknara en það,“ bætti Óðinn við í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert