Öruggur sigur Akureyringa

Jóhann Leifsson skorar í leik með Víkingum gegn Esju. Hann …
Jóhann Leifsson skorar í leik með Víkingum gegn Esju. Hann gerði tvö mörk í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Víkingar Skautafélags Akureyrar unnu mjög öruggan sigur á Íslandsmeisturum Esju, 6:2, í lokaleiknum í Hertz-deild karla í íshokkí sem fram fór í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld.

Víkingar fengu þar með 60 stig í deildinni, Esja 50, Björninn 34 en Skautafélag Reykjavíkur fékk ekkert stig. SA Víkingar og Esja hefja innan skamms úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn 2018 þar sem Akureyringar eru með heimaleikjaréttinn.

Norðanmenn gerðu út um leikinn á fyrstu 15 mínútunum þegar þeir skoruðu fjögur mörk. Andri Mikaelsson, Rúnar Rúnarsson, Jóhann Leifsson og Jussi Sipponen voru þar að verki. Robbie Sigurðsson skoraði eina mark annars leikhluta fyrir Esju, 4:1.

Jóhann og Rúnar komu síðan Víkingum í 6:1 í síðasta leikhluta áður en Andri Sverrisson lagaði stöðuna fyrir Esju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert