Fjölnir náði þriggja stiga forskoti á toppnum

Fjölnismenn eru í toppsætinu eftir sigur á SR.
Fjölnismenn eru í toppsætinu eftir sigur á SR. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölnir er með þriggja stiga forskot á toppi Hertz-deildar karla í íshokkí eftir 4:0-útisigur á SR í kvöld. SR er hins vegar á botninum, án stiga. 

Ólafur Björnsson kom Fjölni yfir með eina marki fyrstu lotunnar, en úrslitin réðust í annarri lotu, þar sem Fjölnir skoraði þrjú mörk. 

Það fyrsta gerði Falur Guðnason, áður en Michal Stoklosa og Kristján Kristinsson bættu við mörkum. Ekkert mark var skorað í þriðju og síðustu lotunni. 

Fjölnir er með 18 stig á toppnum, þremur stigum meira en SA, sem á tvo leiki til góða. SR er án stiga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert