Miklir yfirburðir Tindastóls gegn Val

Sigtryggur Arnar Björnsson átti góðan leik í kvöld.
Sigtryggur Arnar Björnsson átti góðan leik í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Tindastóll fór illa með Valsmenn í 13. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir ójafnan leik munaði 36 stigum á liðunum í lokin, 103:67. Leikurinn var jafn í 1. leikhluta, en eftir það tók Tindastóll öll völd og var sigurinn aldrei í hættu. 

Antonio Hester skoraði 25 stig fyrir Tindastól og Sigtryggur Arnar Björnsson gerði 15 stig. Gunnar Ingi Harðarson var langbestur hjá Val með 26 stig. 

Tindastóll er í 4. sæti deildarinnar með 18 stig, tíu stigum meira en Valur sem er í 10. sæti. 

Tindastóll - Valur 103:67

Sauðárkrókur, Úrvalsdeild karla, 07. janúar 2018.

Gangur leiksins:: 2:2, 7:8, 18:10, 21:19, 32:19, 44:20, 55:28, 57:36, 61:45, 67:46, 75:50, 86:56, 88:63, 90:65, 96:67, 103:67.

Tindastóll: Antonio Hester 25/5 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 15/5 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Brandon Garrett 14/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 12, Pétur Rúnar Birgisson 8/9 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 8, Friðrik Þór Stefánsson 5, Helgi Rafn Viggósson 4/4 fráköst, Viðar Ágústsson 4/4 fráköst, Finnbogi Bjarnason 3, Axel Kárason 3/5 fráköst, Hannes Ingi Másson 2.

Fráköst: 33 í vörn, 5 í sókn.

Valur: Gunnar Ingi Harðarson 26, Oddur Birnir Pétursson 9/6 fráköst, Austin Magnus Bracey 7, Urald King 7/15 fráköst, Illugi Steingrímsson 5/6 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 4, Þorgeir Kristinn Blöndal 4/6 fráköst, Elías Kristjánsson 3, Sigurður Páll Stefánsson 2.

Fráköst: 34 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Einar Þór Skarphéðinsson.

Áhorfendur: 450

Tindastóll 103:67 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert