Tindastóll bikarmeistari í fyrsta skipti

Leikmenn Tindastóls fagna bikarmeistaratitlinum eftir sigur gegn KR í dag.
Leikmenn Tindastóls fagna bikarmeistaratitlinum eftir sigur gegn KR í dag. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Tindastóll er bikarmeistari karla í körfubolta eftir stórkostlegan 96:69-sigur á KR í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni í dag. Sauðkrækingar skutu KR-inga einfaldlega í kaf og skoruðu 16 þriggja stiga körfur á móti aðeins sex hjá KR.

Það er óhætt að segja að byrjun Tindastólsmanna hafi verið mögnuð. Fyrstu 14 stig leiksins voru þeirra. Þriggja stiga skotin duttu, varnarleikurinn virkaði og stemningin í stúkunni var mögnuð. Hinum megin gekk lítið sem ekkert í sóknarleik KR. Hvað eftir annað köstuðu KR-ingar boltanum beint í hendur leikmanna Tindastóls sem refsuðu hinum megin. KR-ingar löguðu stöðuna aðeins eftir því sem leið á leikhlutann og var staðan eftir hann 28:16, Tindastóli í vil.

Það var hins vegar svipað upp á teningnum í 2. leikhluta. Stólarnir skutu KR-inga í kaf fyrir utan þriggja stiga línuna á meðan fátt fór ofan í hjá KR og margar sóknir enduðu með sendingum sem fóru beint í hendurnar á leikmönnum Tindastóls. Staðan í hálfleik var 57:33, Tindastóli í vil. Það virtist engu skipta hver skaut fyrir utan; það fór allt ofan í. Sigtryggur Arnar Björnsson var í villuvandræðum og spilaði því minna en oft áður, en hann nýtti þann tíma sem hann fékk gríðarlega vel.

KR lagaði stöðuna aðeins í 3. leikhluta með betri sóknarleik og betri leik hjá Jóni Arnóri Stefánssyni, en Tindastólsmenn hittu sem áður ágætlega hinum megin og komu í veg fyrir að KR-ingar ógnuðu forskotinu verulega. Staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var 72:53.

Sýningin hélt áfram hjá Tindastóli í 4. leikhluta og varð munurinn mest 30 stig í stöðunni 92:62. Síðustu mínúturnar reyndust formsatriði fyrir Tindastól sem vann sinn fyrsta stóra titil í sögunni. 

Gangur leiksins: 0:11, 5:19, 11:19, 16:28, 19:36, 21:41, 27:49, 33:57, 39:59, 43:65, 50:71, 53:72, 56:80, 60:82, 60:89, 69:96.

KR: Björn Kristjánsson 22, Jón Arnór Stefánsson 15, Kristófer Acox 13/12 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 10/4 fráköst, Orri Hilmarsson 3, Sigurður Á. Þorvaldsson 2, Darri Hilmarsson 2/5 fráköst, Brandon Penn 2/6 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 12 í sókn.

Tindastóll: Pétur Rúnar Birgisson 22/7 fráköst/8 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 20/7 fráköst, Antonio Hester 14/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 11/5 fráköst, Hannes Ingi Másson 7/6 fráköst, Viðar Ágústsson 6, Brandon Garrett 5/5 fráköst, Axel Kárason 3/6 fráköst, Finnbogi Bjarnason 3, Friðrik Þór Stefánsson 3/4 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 2.

Fráköst: 32 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Leifur S. Gardarsson, Kristinn Óskarsson.

Kristófer Acox, leikmaður KR, og Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls, …
Kristófer Acox, leikmaður KR, og Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls, berjast um boltann í leik liðanna í dag. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
KR 69:96 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert