Keflavík að hlið Hauka

Brittanny Dinkins skoraði 32 stig fyrir Keflavík í kvöld.
Brittanny Dinkins skoraði 32 stig fyrir Keflavík í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keflavík náði Haukum að stigum í öðru til þriðja sæti Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik í kvöld með því að sigra Breiðablik, 81:65, í Smáranum í Kópavogi.

Keflavík er þá með 24 stig eins og Haukar en Valskonur eru með 26 stig á toppnum. Breiðablik er með 16 stig í fimmta sætinu og er nú fjórum stigum á eftir Stjörnunni í slagnum um fjórða sætið.

Breiðablik var yfir í hálfleik, 36:33, en Keflavík skoraði 25 stig gegn 11 í þriðja leikhluta og náði þar góðu forskoti sem Kópavogsstúlkur réðu ekki við.

Brittanny Dinkins skoraði 32 stig fyrir Keflavík og Thelma Dís Ágústsdóttir 21 en Sóllilja Bjarnadóttir var stigahæst hjá Breiðabliki með 18 stig.

Gangur leiksins: 0:2, 4:9, 14:12, 17:20, 25:22, 29:25, 31:31, 36:33, 36:37, 40:41, 42:50, 47:58, 49:62, 58:68, 62:74, 65:81.

Breiðablik: Sóllilja Bjarnadóttir 18/12 fráköst/6 stoðsendingar, Ivory Crawford 17/10 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 11/12 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 8, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 5, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Melkorka Sól Péturdóttir 1.

Fráköst: 22 í vörn, 17 í sókn.

Keflavík: Brittanny Dinkins 32/7 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 21/7 fráköst/5 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5, Katla Rún Garðarsdóttir 4, Embla Kristínardóttir 3/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Halldór Geir Jensson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Jóhann Guðmundsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert