LeBron James ritaði nafn sitt í sögubækurnar

LeBron James horfir stoltur eftir að hafa náð áfanganum í …
LeBron James horfir stoltur eftir að hafa náð áfanganum í nótt. AFP

Stórstjarnan LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, ritaði nafn sitt stórum stöfum í sögu NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt þegar hann varð yngsti leikmaður sögunnar til þess að rjúfa 30 þúsund stiga múrinn á ferlinum.

LeBron er 33 ára að aldri og er á sínu 15. tímabili í deildinni, en hann náði áfanganum með tveggja stiga körfu þegar ein sekúnda var eftir af fyrsta leikhluta í leik gegn San Antonio Spurs í nótt. Hann varð þar sjöundi leikmaðurinn til þess að skora yfir 30 þúsund stig í deildinni og sem fyrr segir sá yngsti.

Hann er nú kominn í hóp þeirra Kareem Abdul-Jabbar, Kobe Bryant, Wilt Chamberlain, Michael Jordan, Karl Malone og Dirk Nowitzki sem eru þeir einu sem einnig hafa rofið 30 þúsund stiga múrinn.

Það var hins vegar ekki bara gleði og glaumur hjá LeBron, því þrátt fyrir áfangann þá tapaði Cleveand fyrir San Antonio, 114:102, en afar illa hefur gengið hjá liðinu á tímabilinu.

Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan.

Orlando Magic – Sacramento Kings 99:105
Oklahoma City Thunder – Brooklyn Nets 109:108
San Antonio Spurs – Cleveland Cavaliers 114:102
Golden State Warriors – New York Knics 123:112
Los Angeles Lakers – Boston Celtics 108:107

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert