Fyrsti sigur Hattarmanna

Mirko Stefan Virijevic og félagar í Hetti eru í erfiðri …
Mirko Stefan Virijevic og félagar í Hetti eru í erfiðri stöðu á botni deildarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Höttur náði í sinn fyrsta sigur í Domino’s deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið lagði Þór Akureyri 86:75, í framlengdum leik á Egilstöðum.

Þórsarar voru sterkari allan fyrsta leikhluta og voru yfir með 9 stigum þegar honum lauk, 11:20. Höttur átti hinsvegar gott áhlaup í öðrum leikhluta og fóru inn í hálfleik með 4 sitga forskot. Mestur varð munurinn 11 stig í 3. leikhluta Hetti í vil.

Í 4. leikhluta sóttu Þórsarar á og þegar að leiktíminn rann út var staðan jöfn 73:73. Leikurinn fór því í framlengingu þar sem Hattarar sýndu mátt sinn og meginn þar sem þeir skoruðu 13 stig gegn 2 stigum Þórs.

Stigahæsti leikmaður kvöldsins var Kelvin Lewis í liði Hattar með 28 stig. Lang atkvæðamesti leikmaður Þórs var Nino D'Angelo Johnson með 24 stig og 17 fráköst.

Höttur eru enn á botni deildarinnar með 2 stig. Þór Akureyri er í næstneðsta sæti með 6 stig.

Gangur leiksins: 2:6, 9:11, 9:15, 11:20, 19:23, 25:26, 30:29, 35:31, 40:33, 44:40, 52:49, 57:56, 63:62, 69:65, 71:68, 73:73, 79:75, 86:.

Höttur: Kelvin Michaud Lewis 28/6 fráköst, Mirko Stefan Virijevic 16/11 fráköst, Andrée Fares Michelsson 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Bergþór Ægir Ríkharðsson 11/10 fráköst, Sigmar Hákonarson 7/6 fráköst/5 stoðsendingar, Viðar Orn Hafsteinsson 6, Brynjar Snær Grétarsson 3, Hreinn Gunnar Birgisson 2.

Fráköst: 31 í vörn, 13 í sókn.

Þór Ak.: Nino D'Angelo Johnson 24/17 fráköst/3 varin skot, Hilmar Smári Henningsson 15/8 fráköst, Marques Oliver 11/7 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 8/7 fráköst, Sindri Davíðsson 7, Bjarni Rúnar Lárusson 6, Ingvi Rafn Ingvarsson 2/4 fráköst, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 2.

Fráköst: 29 í vörn, 16 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Aron Rúnarsson.

Höttur 86:75 Þór Ak. opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert