Ívar valdi einn nýliða

Rósa Björk Pétursdóttir, til hægri, er eini nýliðinn í landsliðshópnum.
Rósa Björk Pétursdóttir, til hægri, er eini nýliðinn í landsliðshópnum. mbl.is/Árni Sæberg

Ívar Ásgrímsson og aðstoðarþjálfarar hans, Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir, hafa valið 12 manna landslið kvenna í körfuknattleik sem tekur þátt í undankeppni EM 2019, FIBA EuroBasket Womens 2019, í febrúar.

Fram undan eru tveir útileikir í komandi landsliðsglugga sem stendur yfir dagana 5.-15. febrúar. Fyrri leikurinn verður gegn Bosníu í Sarajevo 10. febrúar og seinni leikurinn fer svo fram þann 14. febrúar gegn Svartfjallalandi í Podgorica.

Einn nýliði er í hópnum að þessu sinni en það er Rósa Björk Pétursdóttir frá Haukum. Á æfingamóti milli jóla og nýárs sem liðið tók þátt í, voru þrír nýliðar í hópnum þá sem taka einnig þátt í sínum fyrstu Evrópuleikjum nú í febrúar. Það eru þær Dýrfinna Arnardóttir frá Haukum og Isabella Ósk Sigurðardóttir og Sóllilja Bjarnadóttir frá Breiðablik.

Landsliðshópurinn er þannig skipaður:

Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli

Dýrfinna Arnardóttir, Haukum

Elín Sóley Hrafnkelsdóttir, Val

Guðbjörg Sverrisdóttir, Val

Helena Sverrisdóttir, Haukum

Hildur Björg Kjartansdóttir, Legonés

Isabella Ósk Sigurðardóttir, Breiðabliki

Rósa Björk Pétursdóttir, Haukum

Sandra Lind Þrastardóttir, Horsholm

Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, Skallagrími

Sóllilja Bjarnadóttir, Breiðabliki

Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukum

Eftirtaldir leikmenn voru valdir að auki en gáfu ekki kost á sér eða eru meiddir:

Emelía Ósk Gunnarsdóttir - Keflavík (meidd)

Ragna Margrét Brynjarsdóttir - Stjörnunni (gaf ekki kost á sér)

Thelma Dís Ágústsdóttir - Keflavík (gaf ekki kost á sér)

Birna Valgerður Benónýsdóttir - Keflavík (gaf ekki kost á sér)

Embla Kristínardóttir - Keflavík (gaf ekki kost á sér)

Hallveig Jónsdóttir - Val (gaf ekki kost á sér)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert