Sóknarleikurinn nánast fullkominn

Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, til varnar í leik liðsins gegn …
Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, til varnar í leik liðsins gegn Val í kvöld. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

„Við sýndum hvers megnugir við erum í seinni hálfleik. Við náðum að leysa pressuvörn þeirra mun betur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Við höfum sýnt góðan varnarleik í undanförnum leikjum og það hélt áfram í þessum leik. Nú náðum við að bæta við góðum sóknarleik sömuleiðis,“ sagði Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, í samtali við mbl.is, eftir öruggan 106:73-sigur liðsins gegn Val í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. 

„Það er sterkt að ná í þessu tvö stig á þessum erfiða útivelli. Við höfum séð öflug liðs eins og KR og Tindastól lenda í vandræðum gegn þessu fína Valsliði. Þetta eru því tvö góð stig sem eru afar mikilvæg í baráttu okkar um að ná í heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Við lékum góða vörn í þessum leik og sóknarleikurinn var eiginlega fullkominn í seinni hálfleik. Vonandi veðrur áframhald á því,“ sagði Logi enn fremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert