Tryggvi með í tapi í Tyrklandi

Tryggvi Snær Hlinason í landsleik.
Tryggvi Snær Hlinason í landsleik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tryggvi Snær Hlinason og samherjar hans í spænska meistaraliðinu Valencia biðu lægri hlut fyrir tyrkneska liðinu Anadolu Efes þegar liðin mættust í Evrópudeildinni í Istanbúl í kvöld.

Lokatölur urðu 82:66, Tyrkjunum í hag, en þeir voru komnir með gott forskot í hálfleik, 43:31.

Tryggvi lék í tæpar 11 mínútur sem er með því mesta sem hann hefur spilað með liðinu til þessa í vetur. Hann náði ekki að skora, átti eitt skot, en tók eitt frákast og átti eina stoðsendingu fyrir Valencia.

Þrátt fyrir sigurinn er Anadolu neðst af sextán liðum deildarinnar með 6 sigra og 15 töp. Valencia er jafnt fjórum liðum í tólfta til fimmtánda sæti með 7 sigurleiki og 14 töp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert