Baldur tekur við Þór Þ. í vor

Baldur Þór Ragnarsson tekur við Þór Þ. í vor.
Baldur Þór Ragnarsson tekur við Þór Þ. í vor. Ljósmynd/karfan.is

Einar Árni Jóhannesson mun láta af störfum sem þjálfari körfuboltaliðs Þórs Þ. að tímabilinu loknu en þetta kemur fram á Facebook síðu félagsins.

Einar Árni hefur stýrt liðinu undanfarin þrjú keppnistímabil en aðstoðarmaður hans yfir þann tíma, Baldur Þór Ragnarsson, mun taka við liðinu í vor og skrifa undir þriggja ára samning.

Baldur Þór er fyrrum fyrirliði Þórsara og hefur, auk þess að vera aðstoðarþjálfari aðalliðsins, einnig starfað sem aðstoðarþjálfari bæði U20 og U16 ára landsliðanna. Sömuleiðis er Baldur yfirþjálfari yngri flokka í Þorlákshöfn en þetta mun verða hans fyrsta starf sem aðalþjálfari.

Þór Þ. situr í 9. sæti Dominos-deildar karla og eru möguleikar liðsins á að komast í úrslitakeppnina ekki miklir.

Einar Árni Jóhannsson, fráfarandi þjálfari Þórs.
Einar Árni Jóhannsson, fráfarandi þjálfari Þórs. mbl.is/Kristinn Magnúss.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert