Fjölnir hafði betur á Selfossi

Daníel Freyr Friðriksson skoraði fimm stig í kvöld.
Daníel Freyr Friðriksson skoraði fimm stig í kvöld. Ljósmynd/karfan.is

Fjölnir vann í kvöld 76:65-sigur á FSu í 1. deild karla í körfubolta. Sigurinn var sá níundi hjá Fjölni á leiktíðinni, en Fjölnismenn eru nú fjórum stigum frá Snæfelli, sem er í síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í umspili um sæti í efstu deild að ári.

Heimamenn í FSu byrjuðu betur og voru með 21:13-forystu eftir 1. leikhlutann og 42:37-forystu í hálfleik. Fjölnismenn voru hins vegar mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og tryggðu sér sigurinn. Sigvaldi Eggertsson skoraði 21 stig fyrir Fjölni og Antowine Lamb gerði 31 stig fyrir FSu, sem er í næstneðsta sæti með 10 stig. 

FSu - Fjölnir 65:76

Iða, 1. deild karla, 22. febrúar 2018.

Gangur leiksins:: 2:5, 12:7, 16:9, 21:13, 27:20, 35:25, 39:32, 42:37, 46:43, 48:48, 50:53, 50:60, 51:62, 55:68, 60:72, 65:76.

FSu: Antowine Lamb 31/15 fráköst/3 varin skot, Florijan Jovanov 14/8 fráköst, Hlynur Hreinsson 6, Ari Gylfason 6/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 4, Svavar Ingi Stefánsson 4.

Fráköst: 28 í vörn, 5 í sókn.

Fjölnir: Sigvaldi Eggertsson 21/9 fráköst, Andrés Kristleifsson 18/4 fráköst, Samuel Prescott Jr. 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Hlynur Logi Ingólfsson 6/5 fráköst, Rafn Kristján Kristjánsson 5/5 fráköst, Daníel Freyr Friðriksson 5, Jón Rúnar Baldvinsson 2, Alexander Þór Hafþórsson 2/5 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Halldor Geir Jensson, Friðrik Árnason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert