Martin lét Finnana finna fyrir sér

Hart tekist á í leik Íslendinga og Finna í gærkvöldi.
Hart tekist á í leik Íslendinga og Finna í gærkvöldi. mbl.is/Árni Sæberg

Ísland galopnaði baráttuna í F-riðli undankeppni heimsmeistaramóts karla í körfuknattleik með baráttusigri á Finnum í Laugardalshöllinni í gærkvöld, 81:76.

Segja má að þar hafi liðið náð að kvitta að einhverju leyti fyrir tapið slæma gegn Búlgörum í Höllinni í nóvember, enda þótt þau úrslit geti enn komið í bakið á íslenska liðinu.

En nú er undanriðillinn hálfnaður og það var um leið gæfa íslenska liðsins að Búlgarir skyldu tapa fyrir Tékkum á heimavelli, afar naumlega, í gær. Nú eru Ísland, Finnland og Búlgaría hnífjöfn fyrir seinni umferðina. Tvö þessara liða munu fylgja Tékkum í milliriðilinn en eitt situr eftir og þarf að fara í forkeppni fyrir næsta Evrópumót. Það er staða sem íslenska liðið má hreinlega ekki koma sér í eftir gott gengi undanfarin ár.

Sjá umfjöllun um viðureignina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert